spot_img
HomeFréttirJeb Ivey undirbýr sig fyrir Dominos deildina með því að æfa með...

Jeb Ivey undirbýr sig fyrir Dominos deildina með því að æfa með Harden

Það fer heldur betur að styttast í að Dominos deild karla hefjist og eru liðin að undirbúa sig fyrir komandi átök. Njarðvíkingar hafa endurheimt Jev Ivey sem varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2006 en hefur leikið í Finnlandi síðustu ár. 

 

Ivey hefur ekkert verið að taka því rólega í sumar en á dögunum æfði hann með mikilvægasta leikmanni NBA deildarinnar, James Harden. Samkvæmt facebook síðu Njarðvíkur mun Jeb Ivey hafa haft betur í viðureign þeirra félaga á æfingunni. 

 

Njarðvík hefur leik í Dominos deild karla gegn nágrönnum sínum í Keflavík þann 4. október. Það verður eitthvað barist þá líkt og yfirleitt þegar þessi lið mætast.

 

Fréttir
- Auglýsing -