spot_img
HomeFréttirJeb Ivey flytur sig um set í Þýskalandi

Jeb Ivey flytur sig um set í Þýskalandi

11:00

{mosimage}

Það muna eflaust margir Íslendingar eftir Jeb Ivey sem lék með KFÍ, Fjölni og Njarðvík áður en hann hélt til Þýskalands. Þar lék hann síðastliðinn vetur með BG74 Goettingen sem hafnaði í 14. sæti í þýsku deildinni í vetur. Nú hefur Ivey flutt sig norður á bóginn og mun leika með Bremerhaven næsta vetur en Bremerhaven varð í 8. sæti í þýsku deildinni og tapaði fyrir meisturunum í ALBA Berlin í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

 

Ivey skoraði 12,3 stig að meðaltali í leik fyrir Goettingen í vetur og í leikjunum gegn Bremerhaven skoraði hann 20 og 23 stig.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -