spot_img
HomeFréttirJazz unnu seiglusigur á Celtics

Jazz unnu seiglusigur á Celtics

Boston Celtics máttu sætta sig við tap gegn Utah Jazz í nótt, 110-97. Boston hóf leikinn mun betur og var í forystunni þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik, en þá settu Jazz í fluggírinn og skoruðu 16 stig í röð, sjö fyrir hálfleik og níu í upphafi þess seinni. Með því tóku þeir frumkvæðið sem þeir héldu allt til loka. Boston hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þetta tap.

 
 
Þá unnu Chicago Bulls sinn annan leik í röð eftir hrinu tíu tapleikja, þegar þeir lögðu Houston Rockets að velli, 98-88.
 
Loks má geta þess að Millwaukee Bucks halda áfram að koma á óvart, nú með 98-95 sigri á Atlanta Hawks, og New Orleans Hornets unnu Dallas Mavericks, 115-99, í fyrsta leik Chris Paul í langan tíma, en hann hefur verið að ná sér eftir hnéaðgerð. Hornets lentu undir en tóku stjórnina með ótrúlegum 23-0 kafla í öðrum og þriðja leikhluta.
 
 
Philadelphia 93 Orlando 109
New Jersey 89 Miami 99
Oklahoma City 96 San Antonio 99
Milwaukee 98 Atlanta 95
New Orleans 115 Dallas 99
Chicago 98 Houston 88
Minnesota 100 Toronto 106
Utah 110 Boston 97
Sacramento 85 Memphis 102
Golden State 131 Phoenix 133
Fréttir
- Auglýsing -