spot_img
HomeFréttirJazz-Pacers í beinni á NBA TV í nótt

Jazz-Pacers í beinni á NBA TV í nótt

17:00
{mosimage}

Níu leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Utah Jazz og Indiana Pacers sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 02:00 eftir miðnætti í nótt.  

Utah hefur unnið 18 leiki á þessari leiktíð en tapað 17 og eru í 3. sæti Norðvesturriðils á Vesturströndinni en Indiana hefur unnið 16 leiki og tapað 19 og eru í 3. sæti miðriðilsins á Austurströndinni.  

Liðsmanna Pacers bíður ærinn starfi í nótt þar sem Utah hafa verið erfiðir heim að sækja í ár. Utah hefur unnið 12 af 15 heimaleikjum sínum þetta árið. 

Aðrir leikir næturinnar: 

Philadelphia 76ers – Milwaukee Bucks

Washington Wizards – Houston Rockets

Charlotte Bobcats – New Jersey Nets

Cleveland Cavaliers – Seattle Supersonics

Memphis Grizzlies – LA Lakers

Minnesota Timberwolves – Miami Heat

Chicago Bulls – New York Knicks

Sacramento Kings – Orlando Magic

Fréttir
- Auglýsing -