spot_img
HomeFréttirJaVale McGee frumsýndi nýtt grill í stórsigri meistaranna

JaVale McGee frumsýndi nýtt grill í stórsigri meistaranna

 

Úrslitakeppni NBA deildarinnar rúllaði af stað með fjórum leikjum í nótt. Fátt var sem kom á óvart í leikjunum miðað við stöðu liðanna í deildarkeppninni fyrir utan sigur New Orleans Pelicans á Portland Trail Blazers.

 

Anthony Davis frábær að vanda fyrir Pelicans með 35 stig og 14 fráköst á meðan að stjarna Trail Blazers, Damian Lillard, náði sér alls ekki alveg á strik sóknarlega. Skoraði 19 stig á 23% skotnýtingu, en bætti við 7 fráköstum og 7 stoðsendingum.

 

 

Í Oakland fóru meistarar Golden State Warriors nokkuð auðveldlega með San Antonio Spurs. Stjörnuleikmaður Spurs, LaMarcus Aldridge skilaði 14 stigum og 2 fráköstum á meðan að Klay Thompson dróg vagninn fyrir meistarana, með 27 stigum.

 

Það var þó frammistaða (og útlit) miðherjans undarlega JaVale McGee sem skapaði mest umtal, á 16 mínútum spiluðum setti hann 15 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Þetta gerði hann á sama tíma og hann frumsýndi gullitað tannskart sitt.

 

 

 

 

Hérna er upphitun fyrir úrslitakeppni NBA deildarinnar

Hérna er NBA áskorun Körfunnar og Miðherja

 

 

Úrslit

 

NBA 8 liða úrslit deilda:

San Antonio Spurs 92 – 113 Golden State Warriors 

(Warriors leiða 1-0)

 

Washington Wizards 106 – 114 Toronto Raptors 

(Raptors leiða 1-0)

 

Miami Heat 103 – 130 Philadelphia 76ers 

(76ers leiða 1-0)

 

New Orleans Pelicans 97 – 95 Portland Trail Blazers 

(Pelicans leiða 1-0)

Fréttir
- Auglýsing -