spot_img
HomeFréttirJason Pryor til reynslu hjá Eistnesku meisturnum BC Kalev/Rapla

Jason Pryor til reynslu hjá Eistnesku meisturnum BC Kalev/Rapla

10:15

{mosimage}

Jason Pryor sem lék með Haukum eftir áramót á síðustu leiktíð og Val 2003 og 2004-2005 er þessa dagana á reynslu hjá Eistnesku meisturunum BC Kalev. Jason silaði sinn fyrsta leik í gær á móti unglingaliðinu KK Parnu. Jason og nýju félagar unnu stórsigur 120-70 í leiknum þar sem Jason var með 12 stig 4 fráköst á 17 mín.

Kalev spilar í FIBA EuroCup, Baltic league, ásamt því að spila í heimalandinui. Fyrsta alvöru prófið sem Jason fær að glíma við er leikur í Baltic League við litháenska liðið Kaunas Zalgeris en það er eitt allra besta liðið í Evrópu en þeir spila í Euroleague.

www.haukar-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -