spot_img
HomeFréttirJason Kidd hugsanlega til Knicks

Jason Kidd hugsanlega til Knicks

Og enn af gömlum bakvörðum í NBA deildinni en nýjustu fréttir herma að Jason Kidd sé á þröskuldinum við að semja við NY Knicks. Þetta er þá annar stórleikmaðurinn sem yfirgefur Dallas á skömmum tíma og velta menn nú fyrir sér hvort Dirk Nowitski sé næstur.
 Ef af verður þá er nokkuð ljóst að heitasta varan í heiminum í dag er bakvörður á aldrinum 32-38 ára í NBA deildinni.  Steve Nash, Ray Allen, Jason Terry og nú Jason Kidd allir að flytjast búferlum. 
 
NY Knicks mun því  verða síðasta liðið sem Kidd mun spila með í NBA en hann hafði áður á ferlinum farið með liðið hinumegin við ánna í New York ríki í úrslitaeinvígið gegn SA Spurs (2003)  Þetta ýtir vissulega undir þær sögusagnir að Jeremy Lin sé á leið til Houston Rockets eins og við greindum frá í gær. 
Fréttir
- Auglýsing -