spot_img
HomeFréttirJason Kapono þriggjastiga kóngur

Jason Kapono þriggjastiga kóngur

KaponoJason Kapono leikmaður Toronto Raptors sigraði í þriggjastiga skotkeppninni í nótt og varði þar með titilinn sem hann vann til í fyrir ári síðan. Í keppninni voru ásamt Kapono, Dirk Nowitski, Daniel Gibson, Rip Hamilton, Steve Nash og Peja Stojakovic.

Það voru Kapono, Nowitski og Gibson sem komust í úrslit og þar hafði Kapono sigurinn með 25 stigum og jafnaði þar með met sem Craig Hudges (Bulls) setti hér um árið í þessari keppni. Kapono komst örugglega í úrslit þegar hann var einnig efstur í fyrri umferð, með 19 stig og sýndi svo en betri hittni þegar í úrslitin var komið.  

Fréttir
- Auglýsing -