spot_img
HomeFréttirJason Collins kemur út úr skápnum

Jason Collins kemur út úr skápnum

Jason Collins leikmaður Washington Wizards kom út úr skápnum í gær fyrstur atvinnumanna í Bandaríkjunum og hefur þetta verið aðal umtalsefnið vestanhafs síðan. Lengi hefur verið beðið eftir að atvinnumaður gefi sig fram og segir Collins að hann hafi ekkert verið að reyna að vera sá fyrsti heldur hafi hann beðið lengi eftir að einhver annar stigi fyrr fram.
 
„Maður er alltaf að bíða eftir að einhver annar rétti upp hend en ég er tilbúinn til að rétta upp mína. En hvað er svo stórmálið? Ég get ennþá spilað körfubolta og hjálpað liðinu að vinna og það er það sem skiptir mestu máli“, sagði Collins í viðtali við Good morning America.
 
Collins hefur spilað með sex liðum á þeim 12 árum sem hann hefur verið í NBA deildinni og var bæði með Boston Celtics og Washington Wizards í vetur.
 
Viðtal Collins við Good morning America má finna hér fyrir neðan. 
 
Fréttir
- Auglýsing -