spot_img
HomeFréttirJasmine til Breiðabliks

Jasmine til Breiðabliks

 

Lið Breiðabliks, sem á dögunum gekk frá ráðningu nýs þjálfara, hefur nú samið við erlendan leikmann fyrir átök komandi vetrar. Jasmine Phillips heitir hún og er 23 ára gömul. Fædd í Hartsville Suður Karolínu í Bandaríkjunum. Kemur beint úr háskólaboltanum, en þar spilaði hún með tveimur liðum, með Tennessee Volunteers og svo síðast East Carolina. Með því síðarnefnda skoraði hún 9 stig, tók 5 fráköst, stal 2 boltum og varði 1 skot að meðaltali í leik.

 

Jasmine er væntanleg í byrjun september.

 

Hérna eru leikbrot:

 

 

 

Jasmine (Jazz) Phillips (East Carolina University) Highlight from Jermaine Brown on Vimeo.

Fréttir
- Auglýsing -