spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaJasmin Perkovic leggur skóna á hilluna

Jasmin Perkovic leggur skóna á hilluna

Jasmin Perkovic, leikmaður 1. deildarliðs Hrunamanna, hefur lagt skóna á hilluna sökum meiðsla.

Samkvæmt Facebook síðu Hrunamanna fór hann fyrir nokkru að kenna meins í mjöðm og eftir myndatökur og læknisráðleggingar hélt hann heim til Króatíu til þess að fá bót meina sinna. Nú er komið í ljós að meiðslin eru þess eðlis að hann mun ekki leika körfubolta aftur, í það minnsta ekki sem atvinnumaður og eru skórnir því komnir á hilluna víðfrægu.

Jasmin spilaði í fyrsta leik Hrunamanna í 1. deildinni í vetur, sigurleik á móti Selfoss, þar sem hann var með 12 stig og 14 fráköst. Þá lék hann með Tindastól í Úrvalsdeildinni í fyrra þar sem hann var með 8,7 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik.

Utan Íslands hefur Jasmin komið víða við á sínum ferli með góðum árangri. Með liðum sínum vann hann titla í Þýskalandi, Króatíu, Bosníu, Kuwait, Slóveníu og Slóvakíu. Þá lék hann um tíma í EuroLleague og á silfur frá heimsmeistaramóti U21 landsliða þar sem Króatía mátti þola tap á móti feykisterku bandarísku landsliði.

Fréttir
- Auglýsing -