spot_img
HomeFréttirJAS: Hefði þurft að dusta rykið af PG hæfileikunum

JAS: Hefði þurft að dusta rykið af PG hæfileikunum

 ´”Ég er ekki með í kvöld gegn CSKA í Euroleague. Ég er með micro rifu aftaní læri, ekkert mikið en hvíli samt í kvöld. Geri svo ráð fyrir að vera með um helgina.” sagði Jón Arnór Stefánsson þegar hann heyrði í Karfan.is nú í morgun.  Jón hefur verið á hliðarlínunni með smá rifu eins og hann sagði í lærisvöðva en svo eru meiri meiðsli að hrjá liðið.  Grikkinn hjá okkur er í meiðslum og verður eitthvað frá annars eru þetta smáræðis meiðsli. 
 
Ein besti leikmaður liðsins, Jayson Granger sem er leikstjórnandi meiddist á hné fyrir skömmu og var óttast um afdrif þeirra meiðsla. “Já hann snéri aðeins uppá hnéið en sem betur fer er hann í lagi.  Annars hefði ég þurft að dusta rykið af leikstjórnenda hæfileikum mínum aftur.” sagði Jón að lokum. 
 
Malaga spilar gegn CSKA Moskvu í kvöld og fara svo á Íslendingaslóðir um helgina og spila gegn Tenerife. 
Fréttir
- Auglýsing -