Síðastliðið vor samdi hann svo við pólska liðið Sportino sem leikur í efstu deild í Póllandi.
Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR inga sagði aðspurður um vonir og væntingar með nýja manninn að þær væru alltaf þær sömu. Að nýji maðurinn styrki liðið og geri það betra. Jafnframt sagði Gunnar: „það eru skemmtilegir leikir framundan og ég vona að Robert smelli inn í þetta hjá okkur á skömmum tíma. Þá á ég von á leikmenn sem hafa verið í meiðslum, Eiríkur, Kristinn og Hreggviður verði klárir í næsta leik og við náum að mynda sterka heild.“



