07:00
{mosimage}
(Jamison verður 36 ára þegar samningi hans við Wizards lýkur)
Kraftframherjinn Antwan Jamison hefur gert nýjan fjöugrra ára samning við Washington Wizards í NBA deildinni að andvirði 50 milljón dollara. Samningar náðust í höfn skömmu áður en að Jamison gerðist algerlega laus undan eldri samningi sínum við Wizards. Skipti með leikmenn sem hafa lausa samninga hefjast í NBA deildinni í dag en búist var við því að Philadelphia 76ers, Memphis Grizzlies og Los Angels Clippers myndu reyna að krækja sér í Jamison en hann verður áfram í höfuðborginni.
Jamison sem nýlega varð 32 ára gamall átti eitt sitt besta tímabil á ferlinum á síðustu leiktíð með 21,4 stig að meðaltali í leik og 10,2 fráköst en það er hans hæðsta frákastameðaltal á ferlinum.
Nokkrar vangaveltur eru um helstu stjörnu Wizards, Gilbert Arenas, þessa dagana en hann hefur gefið það út að ef Jamison yrði ekki áfram hjá félaginu vildi hann róa á önnur mið. ,,Arenas sagði að hann myndi sætta sig við minni samning hjá félaginu ef það héldi mér, ég verð áfram svo ég held að rætast muni vel úr þeim málum er lúta að Arenas,” sagði Jamison eftir undirritun samningsins.



