spot_img
HomeFréttirJameer Nelson ánægður með komu Vince Carter

Jameer Nelson ánægður með komu Vince Carter

11:11

{mosimage}
(Nelson er ánægður með stefnu síns liðs)

Leikstjórnandinn snjalli, Jameer Nelson, sagði eftir að lið hans Orlando Magic bætti við sig Vince Carter að stefna liðsins væri afar skýr. Að vinna titil.

,,Þetta segir manni að þeir vilja vinna núna. Félagið snýst allt um að vinna og mér líkar það,” sagði Nelson en Carter verður enn eitt sóknarvopnið í herbúðum Orlando en fyrir eru miklir sóknarmenn eins og Hedo Turkoglu og Rasharda Lewis.

Reyndar gæti Hedo Turkoglu sagt upp samningi sínum og reynt fyrir sér annars staðar en þrátt fyrir það eru Orlando menn vel mannaðir.

Orlando menn voru einu númeri of litlir í úrslitunum í vor en Vince Carter gæti kannski verið síðasta púslið hjá Orlando.

[email protected]

mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -