spot_img
HomeFréttirJamarco til liðs við ÍA

Jamarco til liðs við ÍA

Skagamenn hafa tryggt sér starfskrafta Jamarco Warren sem Snæfell sagði upp á dögunum. Áður hafði ÍA tryggt sér starfskrafta Roderick Lawrance Wilmont en sá rataði aldrei á Íslandsstrendur. Á heimasíðu Skagamanna segir:
 
 
Skagamenn hafa gengið frá samningi við annan erlendan leikmann fyrir komandi átök í 1. deildinni. Kappinn heitir Zachary Jamarco Warren og gengur hann til liðs við ÍA frá Snæfell.
Jamarco kom til Íslands í haust og lék 6 leiki með Snæfell í Lengjubikarnum. Í þessum leikjum skoraði hann 17,3 stig, gaf 5,4 stoðsendingar og tók 5 fráköst að meðaltali.
Jamarco er 177 cm leikstjórnandi sem kemur frá Charleston Southern háskólanum í Bandaríkjunum. Hann lauk námi þaðan árið 2011 og hefur síðan leikið í sumardeildum auk þess að ferðast með liði sínu til Japans. Á lokaári sínu með var með Charleston Southern háskólanum skoraði hann 17,8 stig, tók 3 fráköst og gaf 2.8 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
„Við fréttum af því á mánudaginn að Snæfell hafi sagt upp samningi sínum við Jamarco og að hann væri bara á leiðinni úr landi. Þar sem Akranes er í leiðinni á milli Stykkishólms og Keflavíkur fannst okkur kjörið að fá hann á æfingu“ sagði Hannibal Hauksson formaður Körfuknattleiksfélags ÍA.
„Hann leit mjög vel út á þessari æfingu, og ennþá betur á annari æfingunni. Kemur með allt annan hraða inn í liðið sem ég held við ættum að geta nýtt okkur vel í vetur“ sagði Áskell Jónsson, nýráðinn þjálfri ÍA í körfunni.
Búið var að skipuleggja veturinn en með innkomu Jamarco, breytast þau plön sem búið var að gera?
„Held við þurfum að gera einhverjar smávægilegar breytingar. En ættum að vera betur í stakk búnir til að keyra upp hraðann í vetur ef þess er þörf. Sem ætti vonandi að skila sér í skemmtilegri körfubolta“ sagði Áskell.
 
Fréttir
- Auglýsing -