spot_img
HomeFréttirJamar Akoh yfirgefur Stjörnuna

Jamar Akoh yfirgefur Stjörnuna

Miðherjinn Jamar Bala Akoh hefur samkvæmt heimildum yfirgefið lið Stjörnunnar í Dominos deild karla. Stjarnan samdi við Akoh fyrir tímabilið, en mun hann nú þurfa að hverfa frá vegna hjartavandamála.

Í átta leikjum fyrir Stjörnuna skilaði Akoh 17 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik. Þá var hann fjórtándi framlagshæsti leikmaður deildarinnar að meðaltali.

Akoh skilur við Stjörnuna í efsta sæti deildarinnar, en því deila þeir með Keflavík og Tindastól. Þar sem leikmannaglugginn er lokaður fram í janúar, þá mun Stjarnan ekki geta fengið leikmann í stað hans fyrr en þá, en ekkert hefur verið staðfest með hvort eða hver það verður.

Fréttir
- Auglýsing -