spot_img
HomeFréttirJamaal Williams til Grindavíkur

Jamaal Williams til Grindavíkur

dSem fyrr segir skipti UMFG um kana og sá nýji er Jamaal Williams, 25 ára piltur sem útskrifaðist frá Washington háskólanum 2005-2006 þar sem hann lék m.a. með Brandon Roy ( Portland Trail Blazers). Hjá Washington skólanum var Williams með um 14 stig að meðaltali í leik á sínu loka ári. ,,Hann hefur líka leikið í Frakklandi, Argentínu og í CBA deildinni. Ég hef fulla trú á því að Williams passi inn í liðið en það er alltaf áhætta í svona aðgerðum. Ef maður þorir ekki að taka svona ákvörðun þá er eins gott að hætta þessu, ég bara stend og fell með þessu en núna tel ég okkur betur í stakk búna fyrir úrslitakeppnina,” sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari UMFG.  Williams kom til landsins í morgun og mun leika sinn fyrsta leik með Grindavík gegn Snæfell á útivelli föstudaginn 7. mars næstkomandi.  

Fréttir
- Auglýsing -