Í kvöld kláraðist fyrsta umferðin í Bónus deild karla, þegar Valsmenn tóku á móti silfurliðinu frá því í fyrra, Tindastól. Þetta er frestaður leikur, vegna þess að Tindastóll voru fastir í Þýskalandi.
Eftir æsispennandi leik voru það Stólarnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir sigurkörfu frá Dedrick Basile, 85-87.
Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir leik í N1 höllinni.



