spot_img
HomeFréttirJakob: Tímabilið vonbrigði

Jakob: Tímabilið vonbrigði

Jakob Sigurðarson hefur á síðustu árum verið einn sterkasti leikmaðus sænsku deildarinnar með liði Sundsvall en nú virðast vera tímamót þar sem þessi sterki leikmaður er samningslaus og flutningar til Gautaborgar í vændum. 

"Samningurinn minn rennur út núna 30.apríl og ég veit ekki alveg hvað gerist. Fjölskyldan mín flutti til Gautaborgar í janúar af því að konan mín byrjaði í námi þar og það er búið að vera mjög erfitt að vera án þeirra síðustu 3 mánuðina. Núna flyt ég til þeirra og finn mér vonandi lið fljótlega."

En árið í heild sinni og úrslitakeppnin í ár. Áttu Sundsvall engan séns?

Södertälje eru bara með betra lið en við og náðu að stjórna leikjunum vel þannig að þeir gátu spilað sinn leikstíl. Þeir gerðu rosalega vel í því að stöðva hraðaupphlaupin okkar og gáfu okkur fáar auðveldar körfur. Við náðum aldrei að stoppa þá almennilega varnarlega. Þeir eru mjög vel þjálfaðir og voru fljótir að bregðast við og finna lausnir á því sem við vorum að gera varnarlega. Þannig það vantaði frekar mikið uppá að við gætum unnið seríuna.

Tímabilið var rosalega óstöðugt hjá okkur. Fannst við aldrei ná að spila vel í marga leiki í röð þrátt fyrir að við værum með góðan mannskap. Það vantaði eitthvað uppá í allan vetur til þess að við gætum farið alla leið. Miðað við mannskap fannst mér við getað gert betur þannig í heildina finnst mér tímabilið smá vonbrigði. Margir höfðu samt ekki trú á okkur á móti LF og var það mjög jákvætt að vinna þá seríu. Ég veit að það gerði mikið fyrir marga hér í Sundsvall að vinna þá seríu vegna tengsla við leikmenn og þjálfara hjá LF.

 

Fréttir
- Auglýsing -