Jakob Örn Sigurðarson hefur fært sig um set í Svíþjóð og gert tveggja ára samning við Boras Basket. Frá þessu er greint á heimasíðu Boras. Jakob er því annar Íslendingurinn sem yfirgefur herbúðir Sundsvall þetta tímabilið því þegar er Ragnar Nathanaelsson laus undan samningi við Drekana.
Á heimasíðu Boras segir að í sex löng ár hafi Jakbo verið félaginu erfiður og mikill ánægju lýst með nýjasta liðsmanninn. Jakob verður þarna liðsfélagi Adama Darboe sem lék á sínum tíma með Grindavík í úrvalsdeildinni.
Jakob skilur eftir sig stórt skarð í liði Sundsvall en hann hefur síðustu sex ár verið einn af kjölfestuleikmönnum félagsins. Jakob sagði við Borasbasket.se að hann væri spenntur fyrir nýja liðinu því heimavöllur félagsins sé einn besti leikvöllurinn í Svíþjóð.
Boras rétt eins og Sundvall féll úr leik í undanúrslitum sænsku deildarinnar þetta tímabilið, liðið lá þar 4-2 gegn Uppsala sem fór í úrslit á móti Södertalje þar sem Södertalje vann 4-1.



