Jakob Sigurðarson bakvörður þeirra Sundsvall heyrði í okkur hjá Karfan.is núna rétt í þessu en hann og félagar í Sundsvall duttu úr leik í úrslitakeppninni í sænsku úrvalsdeildinni nú í kvöld gegn Uppsala eins og áður var greint frá. Jakob var nokkuð brattur þrátt fyrir tapið og sagði árangur félagsins ekkert til að kvarta mikið yfir eftir það sem gekk á hjá Sundsvall í vetur fjárhagslega þá.
” Þetta var erfitt í kvöld og ég verð að segja þeir eru bara betri en við. Við töpuðum frákastabaráttunni og áttum erfitt með að fá góð skot í sókninni. Svo spila þeir á mun fleiri mönnum en við og í lokin áttum við bara ekkert eftir á tanknum.”
Tímabilið í heild sinni? Vonbrigði eða eruð þið á pari?
“Við getum verið ánægðir held ég. Mikið gekk á hjá klúbbnum fjárhagslega og við spiluðum án þess að vera með kana allt tímabilið. Að lenda í 4 sæti var því góður árangur.
Það var ekki það besta að mæta Uppsala í fyrstu umferð. Þeir eru kannski með besta mannskapinn í deildinni og spiluðu mjög vel síðasta mánuðinn fyrir úrslitakeppni.
Framtíðin hjá þér Persónulega.
Ertu enn með samning í Sundsvall eða er eitthvað í spilunum að fara ða hreyfa sig ?
“Ég er ennþá með samning næsta ár. Ef klúbburinn stendur við sitt þá býst ég við að ég verði áfram. Samt veit maður aldrei. Mér líður vel hérna og langar að vera áfram í Svíþjóð.”



