Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson lönduðu í kvöld sínum tólfta deildarsigri í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar Helgi Magnússon og Uppsala Basket mættu í heimsókn til Drekanna í Íslendingaslag. Lokatölur leiksins voru 96-84 en Sundsvall tók snemma frumkvæðið í leiknum.
Sundsvall leiddi í hálfleik 44-37 þar sem Jakob va rmeð 9 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar, Hlynur með 4 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar og hjá Uppsala var Helgi með 4 stig og 2 fráköst.
Jakob Örn lauk svo leik stigahæstur í sigurliði Sundsvall með 22 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Hlynur bætti við 10 stigum, 10 fráköstum og 4 stoðsendingum og hjá Uppsala var Helgi með 9 stig og 6 fráköst.
Þá máttu Logi Gunnarsson og Solna Vikings sætta sig við tap á útivelli þegar liðið lá 90-69 gegn Norrköping Dolphins. Logi var stigahæstur hjá Solna með 24 stig, 5 stolna bolta og 5 stoðsendingar.