spot_img
HomeFréttirJakob stigahæstur í tapleik

Jakob stigahæstur í tapleik

16:54

{mosimage}
(Jakob í leik með Univer fyrr í vetur)

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 23 stig er lið hans, Univer KSE, tapaði fyrir Marso-Vagép í ungversku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær. Vísir.is greinir frá þessu.

Síðarnefnda liðið var með eins stigs forystu í hálfleik, 41-40 en tók svo öll völd í síðari hálfleik og vann að lokum með fjórtán stiga mun, 89-75.

Jakob var stigahæstur í sínu liði en hann lék allar 40 mínúturnar í leiknum.

Hann hitti einstaklega vel í leiknum, úr sjö af átta tveggja stiga skotum og tveimur af fimm þriggja stiga skotum. Hann nýtti öll þrjú vítaköstin sín.

Hann fót þar að auki fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar og stal þar að auki þremur boltum.

Univer er enn í áttunda sæti deildarinnar en liðið hefur unnið helming leikjanna sinna átján. Marso-Vagép er í fimmta sæti með ellefu sigurleiki af nítján leiknum.

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -