spot_img
HomeFréttirJakob sjöundi framlagshæsti í Svíþjóð

Jakob sjöundi framlagshæsti í Svíþjóð

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras Basket fara vel af stað í Svíþjóð en liðið er í 1.-2. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir og deilir toppsætinu með Södertalje Kings. Þrátt fyrir að liðin í deildinni hafi aðeins leikið 3-4 leiki eru allir búnir að tapa amk einum leik.

Boras vann Norrköping í fyrsta leik en tapaði svo naumlega heima gegn Södertalje en vann næstu tvo leiki gegn Umea BSKT og Jamtland. Okkar maður hefur verið að finna sig vel og er um þessar mundir sjöundi framlagshæsti leikmaður deildarinnar!

Stig
14. sæti – 14,75 stig

Stoðsendingar
28. sæti – 1,75

Fráköst
18. sæti – 5,0

Framlag
7. sæti – 17,00

Fréttir
- Auglýsing -