11:45
{mosimage}
Univer KSE mættu efsta liði Ungverskudeildarinnar Falco KC og töpuðu þeir 100-81, staðan í hálfleik var 53-39. Jakob Örn skoraði 9 stig.
Jakob Örn og félagar féllu niður í sjöunda sæti deildarinnar með tapinu fyrir toppliði Falco KC 100-81 en liðin mættust á heimavelli Falco KC. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-15 heimamönnum í vil en þeir leiddu svo 53-39 í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að bæta við og voru þeir einfaldlega of sterkir fyrir Jakob Örn og félaga, staðan eftir þrjá leikhluta 77-59. Fjórði leikhluti var nokkuð jafn og lokatökur 100-81.
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 9 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 3 boltum.
Næsti leikur Univer KSE er gegn Kaposvári KK miðvikudaginn 19. desember.
Mynd: www.univertsport.hu



