spot_img
HomeFréttirJakob Örn með 31 stig í framlengdum sigri Sundsvall

Jakob Örn með 31 stig í framlengdum sigri Sundsvall

Heil umferð fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld þar sem topplið Sundsvall Dragons náði sér í sigur með Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs en Pavel Ermolinskij mátti þola tap með Norrköping Dolphins.
 
ecoÖrebro 76-82 Sundsvall Dragons (framlengt)
Jakob Örn fór fyrir Sundsvall í leiknum með 31 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og Hlynur Bæringsson bætti við 11 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.
 
Norrköping Dolphins 73-78 Uppsala Basket
Pavel Ermolinskij gerði 7 stig í liði Norrköping en hann var einnig með 8 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta.
 
Staðan í sænsku deildinni
Nr Lag V/F Poäng
1. Sundsvall Dragons 23/4 46
2. Uppsala Basket 21/7 42
3. Borås Basket 19/8 38
4. Norrköping Dolphins 18/9 36
5. Södertälje Kings 18/7 36
6. Solna Vikings 17/10 34
7. 08 Stockholm HR 12/15 24
8. LF Basket 11/15 22
9. Jämtland Basket 7/20 14
10. Stockholm Eagles 5/22 10
11. ecoÖrebro 5/22 10
12. KFUM Nässjö 5/22 10
  
Fréttir
- Auglýsing -