spot_img
HomeFréttirJakob Örn með 13 stig í góðum útisigri

Jakob Örn með 13 stig í góðum útisigri

09:30
{mosimage}

(Jakob Örn) 

Univer KSE sigruðu Sopronis Ördögök 89-107, en staðan í hálfleik var 41-57.  Jakob Örn skoraði 13 stig og gaf 3 stoðsendingar. Frá þessu er greint á www.kr.is/karfa  

Univer KSE sigruðu Sopronis Ördögök á útivelli en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, baráttan um áttunda sætið var í húfi og tryggðu Univer KSE sér góða stöðu í áttunda sætinu með sigrinum.

Framundan eru tækifæri fyrir liðið að komast ofar í töflunni, næsti leikur er gegn Szolnoki Olaj sem eru í fjórða sæti deildarinnar.  En í leiknum í gærkvöld var mikið skoraði í upphafi og staðan 23-29 eftir fyrsta leikhluta.  Univer KSE tóku völdin á vellinum og skoruðu þeir mjög grimmt, skoruðu 57 stig í hálfleiknum og leiddu 41-57. Mjög ákveðnir að halda áttunda sætinu frá Soproni juku Univer við forystuna í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum 62-81. Í fjórða leikhluta var jafnræði á milli liðanna og lokatölur 89-107.  

Jakob Örn var þriðji stigahæstur leikmanna Univer KSE með 13 stig, 2 fráköst, 4 stolna og 3 stoðsendingar á þeim 32 mínútum sem hann lék. Stigahæstur var Blair Larry Thomas með 39 stig.

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -