spot_img
HomeFréttirJakob Örn með 10 stig í góðum sigri

Jakob Örn með 10 stig í góðum sigri

09:20
{mosimage}

(Jakob Örn) 

Univer Kecskemét lið Jakobs Arnar í Ungverjalandi sigruðu Lami-Véd-Körmend 91-80 á heimavelli, staðan í hálfleik var 39-39.  Jakob Örn skoraði 10 stig og var með alhliða góðan leik.  

Univer Kecskemét eru í sjöunda sæti deildarinnar einu sæti ofar en mótherjar þeirra í dag.  Leikurinn var í járnum allan leikinn og höfðu heimamenn forystu eftir fyrsta leikhluta 20-19. Í hálfleik var jafnt 39-39 og mikil spenna í gangi.  

Í þriðja leikhluta náðu gestirnir í Lami-Véd-Körmend forystu 55-58 en fjórði leikhluti var eign heimamanna og sigruðu þeir örugglega 91-80 með því að skora 36 stig gegn 22.   

 www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -