Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson eru líkast til ein besta útrás sem við Íslendingar höfum farið í síðan eftir hrun. Svíar kunna í það minnsta að meta hæfileika þessara tveggja pilta og ekki nema von. Í fyrra var Jakob valinn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og í ár lenti kappinn í þriðja sæti. Hlynur Bæringsson var svo settur í 9. sæti á þessum lista í ár en báðir féllu þeir niður frá því á síðasta tímabili.
Það er Basketsverige.se sem stendur fyrir þessu kjöri og er leikmönnum gefin einkunn á milli 1-10. Jakob hlaut 9.71 fyrir sitt framlag en Hlynur var með 8.57. Svo sem alls ekki slakar einkunnir ef út í það er farið.
Ægir Þór Steinarsson eru að hefja atvinnumannaferil sinn með Sundsvall þetta árið og er kannski alveg óhætt að segja að pínku pressa sér á pilt að komast í topp 10 eftir að Hlynur og Jakob hafa stillt slánni þarna uppi.



