22:30
{mosimage}
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Kecskemet tóku þátt í æfingamóti um helgina ásamt fjórum öðrum liðum en mótið fór fram á heimavelli ungversku meistaranna í Szolnoki.
Kecskemet byrjaði á því að sigra Nyiregyhazi sem endaði í áttunda sæti í ungversku deildinni í fyrra, einu sæti ofar en Kecskemet, 89-81. Daginn eftir mættu þeir heimamönnum í Szolnoki og sigruðu aftur 82-66 og skoraði Jakob 5 stig í þeim leik. Í dag mættu þeir svo rúmenska liðinu Sibiu og var um hreinan úrslitaleik að ræða. Kecskemet voru ekki á því að senda gestina með sigurinn úr landi og sigruðu með 8 stigum og þar með í mótinu. Jakob skoraði 11 stig í dag og var með 5 stoðsendingar.



