spot_img
HomeFréttirJakob og félagar hefja leik í kvöld

Jakob og félagar hefja leik í kvöld

10:51

{mosimage}

Í kvöld hefja Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Gestiberica Vigo leik í úrslitaeinvígi sínu við Cai Huesca la Magia um hvort liðið bjargar sér frá falli úr LEB2 deildinni. Fyrstu tveir leikirnir fara fram á heimavelli Huesca og þarf að sigra þrjá til að bjarga sér.

Liðin hafa leikið tvo leiki í vetur og unnu þau sitt hvorn leikinn, hvort á sínum heimavelli. Vigo sigraði 90-78 en Huesca sigraði 83-78 og því ljóst að um hörkuleiki verður að ræða. Vigo hefur þó verið að vinna góða sigra nú undir lok tímabilsins og vonandi að þeir vinni sína heimaleiki og nái að stela einum sigri í Huesca.

[email protected]

Mynd: www.ciudaddevigobasquet.com

 

Fréttir
- Auglýsing -