Jakob Sigurðarson var kátur eftir sinn fyrsta leik í sænsku deildinni í kvöld. Sem fyrr sagði sigraði Sundsvall Örebro og Jakob að skila góðum leik. "Gott að fá fyrsta sigurinn í hús. Við vorum mun betri en í fyrsta leiknum en Örebro liðið er ekkert sérstakt finnst mér og held að þeir muni ströggla mikið í vetur eins og í fyrra.Mér finnst þetta vera lið sem við eigum alltaf að vinna nokkuð örugglega. Mér leið vel í fyrri hálfleik en var farinn að fá verk í ökklann í seinni hálfleik en sem betur fer vorum við með góða forystu."
Jakob spilaði 27 mínútur og skoraði 14 stig.