spot_img
HomeFréttirJakob með 8 stig í sigri þar sem Sigmundur dæmdi

Jakob með 8 stig í sigri þar sem Sigmundur dæmdi

Boras Basket vann fimm stiga heimasigur í FIBA Europe Cup í kvöld þegar Slask Wroclaw kom í heimsókn. Lokatölur voru 80-75 Boras í vil þar sem Jakob Örn Sigurðarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leik þar sem Sigmundur Már Herbertsson var einn þriggja dómara.

Omar Krayem var stigahæstur í liði Boras í kvöld með 21 stig. Þrátt fyrir sigurinn í kvöld er Evrópuævintýri Boras á enda en liðið komst áfram í milliriðla og féll út í kvöld en sextán lið halda áfram í keppninni að loknum milliriðlum. 

 

Israel Martin féll sömuleiðis úr keppni í kvöld þrátt fyrir 82-81 sigur Bakken Bears gegn Mons-Hainaut. Bakken endaði neðst í sínum milliriðli með einn sigur og fimm tapleiki. 

Fréttir
- Auglýsing -