Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Boras Basket hafði öruggan 102-85 sigur á BC Lulea. Okkar maður, Jakob Örn Sigurðarson, slær ekki slöku við en Jakob skoraði 20 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
Christian Maraker var stigahæstur hjá Boras með 21 stig en Jakob hefur verið með 17,5 stig að meðaltali í leik fyrir Boras fyrstu átta leiki tímabilsins. Þá hefur hann verið með 2 fráköst á leik og 1,5 stoðsendingu.
Um þessar mundir er Boras í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, 6 sigra og 2 tapleiki en Södertalje Kings trónir á toppnum með 16 stig, hafa ekki tapað leik til þessa.



