spot_img
HomeFréttirJakob með 14 stig í öruggum sigri

Jakob með 14 stig í öruggum sigri

Jakob Örn Sigurðarson gerði 14 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 2 fráköst í gærkvöldi þegar Boras Basket hafði stóran og góðan sigur gegn UMEA Bskt í sænsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 69-93 Boras í vil.

Boras er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig eftir sigurinn í gær en 28. febrúar næstkomandi tekur Boras á móti Södertalje sem hafa sex stiga forystu á Boras í 3. sæti með 34 stig svo ef Jakob og félagar ætla sér ofar í töfluna er þetta hárrétti leikurinn til að vinna!

Staðan í Svíþjóð

Mynd/ Daniel Gronbek – Borasbasket.se

Fréttir
- Auglýsing -