spot_img
HomeFréttirJakob í undanúrslitin í Svíþjóð

Jakob í undanúrslitin í Svíþjóð

Boras Basket tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í oddaleik gegn Jåmtland. Jakob Örn Sigurðarson leikur með liðinu og er í stóru hlutverki. 

 

Boras var sterkari aðilinn strax í upphafi og leit allt út fyrir að þeir myndu klára leikinn nokkuð örugglega. Sú varð ekki raunin heldur barðist Jamtland alveg til loka. Þegar örfáar sekúndur voru eftir og staðan 86-83 fyrir Boras en Jamtland átti boltann. Lokaskot þeirra geygaði og sigur Boras staðreynd. 

 

Jakob Sigurðarson spilaði 24 mínútur í leiknum. Hann endaði með 5 stig og 2 fráköst en hann hitti ekki vel fyrir utan þriggja stiga línuna í þessum leik. 

 

Boras er þar með komið í undanúrslit í sænsku deildinni annað árið í röð. Keppninautar liðsins þetta árið eru Norrkopinig Dolphins sem enduðu í öðru sæti í deildarkeppninni. Serían hefst næstkomandi miðvikudag 11. apríl. 

Fréttir
- Auglýsing -