spot_img
HomeFréttirJakob gæti misst af fyrstu leikjunum í Svíþjóð

Jakob gæti misst af fyrstu leikjunum í Svíþjóð

Jakob Örn Sigurðarson gæti mögulega misst af fyrstu leikjunum með Boras í sænsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð en hann fór í dag í aðgerð á ökkla. Karfan.is ræddi við Jakob í gær og bjóst leikmaðurinn við því að vera frá í einhverjar vikur.

„Ég meiddist í febrúar en kláraði samt tímabilið. Ég varð svo ekkert betri á hvíld þannig núna þarf að hreinsa burt beinflísar og eitthvað meira,“ sagði Jakob við Karfan.is.

Boras hefur leik á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætir Uppsala þann 6. október næstkomandi.

 

Fréttir
- Auglýsing -