Ein karfa Jakobs Sigurðarsonar í lokaleik hans með Boras í undanúrslitum sænsku deildarinnar hefur verið töluvert til umfjöllunar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þá skorar Jakob tveggja stiga körfu en á einhvern óskiljanlegan hátt ákváðu dómararnir að dæma þriggja stiga körfu og var þá staðan 65-70. Sem betur fer fyrir dómarana tapaði Boras leiknum 71-73 og því skipti þetta ekki máli. Það eru greinilega víða dómaramistökin.