spot_img
HomeFréttirJakob: Efstu sex eiga möguleika

Jakob: Efstu sex eiga möguleika

Lokaspretturinn er framundan í sænsku úrvalsdeildinni og hjá íslensku landsliðsmönnunum í Sundsvall Dragons er enginn smá sprettur framundan. Hlynur, Jakob, Ægir og Ragnar eiga rosalega leiki framundan og törnin hefst annað kvöld þegar Sundsvall mætir toppliði Norrköping Dolphins. Karfan.is ræddi við Jakob Örn Sigurðarson leikmann Sundsvall um átökin framundan.
 
 
Þegar við náðum í skottið á Jakobi var Sundsvall við það að komast á leiðarenda eftir um það bil sjö tíma rútuferð. „Við förum alltaf á stað daginn fyrir leik á lengri ferðalögum,“ sagði ferðalangurinn Jakob skömmu áður en liðið rann inn til Norrköping.
 
„Já þetta er gott prógramm sem er eftir, bara topp þrjú liðin á útivelli og svo LF á heimavelli. Það er frekar langsótt að lenda í tveimur efstu sætunum núna en við þurfum að minnsta kosti að vinna alla þessa fjóra leiki til að eiga möguleika á 3. sætinu en ég tel það sennilegast við við verðum í 4.-5. sæti,“ sagði Jakob en deildin hefur verið gríðarlega jöfn, sér í lagi ef litið er til sex efstu liðanna í Svíþjóð.
 
„Þetta hefur verið jafnt í nánast allan vetur en Norrköping og Södertalje hafa verið skrefinu á undan öðrum liðum, þau eru með stöðugustu hópana, menn sem hafa mikla reynslu og eru bæði mjög vel þjálfuð og líta vel út um þessar mundir,“ sagði Jakob og viðurkenndi að Drekarnir væru „undirhundar“ (e. underdogs) fyrir leikinn annað kvöld gegn Norrköping.
 
„Við höfum mætt þeim tvisvar sinnum í vetur og áttum í erfiðleikum í bæði skiptin. Rétt fyrir jól slátruðu þeir okkur þar sem þeir stjórnuðu allan tímann svo þetta verður stór áskorun á morgun, við fáum annað tækifæri til þess að reyna að standa í þeim, ná að spila okkar leik og reyna að taka af þeim stjórnina,“ sagði Jakob og Drekarnir eru allir heilir og klárir í slaginn fyrir annað kvöld.
 
„Við höfum verið heppnir með það í vetur, enginn af lykilmönnum okkar hefur verið að detta út í lengri tíma. Við erum með góðan mannskap og höfum sýnt góða leiki en einnig drullulélega inn á milli eins og í síðasta leik gegn Solna en við erum með mannskap til að gera góða hluti.“
 
Hvernig metur Jakob stöðuna, eru í raun sex lið sem eiga möguleika á titlinum eða eru þau færri?
 
„Efstu sex liðin eiga möguleika, mér finnst þessi tvö efstu aðeins á undan eins og er en þessi topp sex lið eru með mannskap til að fara langt. Þessi tvö efstu lið eru ekki það miklu betri að þau geti ekki tapað fyrir hinum og ekki margir leikir sem skilja liðin að,“ sagði Jakob en við gátum ekki sleppt honum án þess að ræða EuroBasket 2015. Er það verkefni sem er atvinnumönnum og mögulega fleirum ofarlega í huga?
 
„Já þetta er eitthvað sem er rosalega erfitt að hugsa ekki um. Sérstaklega þegar maður sér hvað við erum að fara að spila við stórar þjóðir og góða leikmenn. Leikmenn sem maður sér t.d. daglega í NBA deildinni og í hvert skipti sem maður sér þá að störfum þá leitar hugurinn að EuroBasket. Lítið samt sem maður getur gert núna en það er vissulega erfitt að hugsa ekki um þetta,“ sagði Jakob en á hann von á blóðugri baráttu fyrir sætunum sem í boði verða til Berlínar?
 
„Það er rosalega mikið undir og skiljanlega vilja allir sýna sig og sanna að þeir eigi sæti í liðinu en það er ekkert gefið í þessu. Ég býst við því að æfingarnar og undirbúningurinn verði góður og samkeppnin gríðarleg. Menn keppast að því að slá út næsta mann, á góðan hátt, og sýna að þeir séu betri en hinir eða þessir og að þeir eigi erindi í liðið. Ég býst við að þessi staðreynd eigi eftir að hjálpa okkur mikið, tempóið verði gott og baráttan hörð og auki þannig gæðin og hörkuna og búi okkur vel undir það sem koma skal.“
 
Annað kvöld hefst þessi fjögurra leikja risatörn hjá Sundsvall. Norrköping á útivelli og svo þann 7. mars er útileikur gegn Södertalje Kings, 10. mars er heimaleikur gegn Hauki Helga Pálssyni og félögum í LF Basket og lokaleikur deildarkeppninnar er slagur gegn Boras á útivelli þann 13. mars.
 
Í 30 leikjum í vetur með Sundsvall hefur Jakob verið með 16,2 stig, 31, frákast, og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik en Jakob er í 16. sæti yfir stigahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar.
 
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
Grundserien
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. Norrköping Dolphins 30 23 7 46 2618/2371 87.3/79.0 11/3 12/4 88.3/79.0 86.4/79.1 5/0 9/1 +6 +4 +4 4/0
2. Södertälje Kings 30 23 7 46 2599/2364 86.6/78.8 12/3 11/4 87.9/80.6 85.4/77.0 5/0 8/2 +6 +2 +6 5/3
3. Borås Basket 31 22 9 44 2748/2519 88.6/81.3 13/2 9/7
Fréttir
- Auglýsing -