spot_img
HomeFréttirJakob Árni og Birgir Örn voru í æfingabúðum fyrir dómara á Norðurlandamótinu...

Jakob Árni og Birgir Örn voru í æfingabúðum fyrir dómara á Norðurlandamótinu í Kisakallio “Gríðarlega mikilvægt”

Norðurlandamóti undir 18 ára drengja og stúlkna lauk í gær í Kisakallio í Finnlandi. Næstum allar fréttir síðustu daga á Körfunni hafa eðlilega verið af liðum Íslands sem kepptu þar. Norðurlandamótið er þó ekki einungis tækifæri fyrir yngri leikmenn Íslands til að æfa og keppa saman fyrir Íslands hönd við bestu mögulegu aðstæður, en þangað fara einnig alltaf dómarar frá Íslandi í einskonar æfingabúðir þar sem þeir sjá um dómgæslu á mótinu og eru daginn út og inn að fara yfir frammistöður sínar og hvað mætti betur fara með reynslumiklum leiðbeinendum.

Þetta árið fóru þrír dómarar frá Ísland. Í mót undir 16 ára drengja og stúlkna í upphafi mánaðar fór Stefán Kristinsson og á því móti sem var að ljúka undir 18 ára liðanna voru Jakob Árni Ísleifsson og Birgir Örn Hjörvarsson. Jakob Árni heldur reynslumeiri sem dómari, hafði í tvö skipti áður farið á Norðurlandamót þegar það var haldið í Solna í Svíþjóð, en ferðin sú fyrsta sem Birgir Örn fer.

Karfan spjallaði við þá Birgi og Jakob um mikilvægi þess að fara í svona æfingabúðir, muninn á dómgæslu á Íslandi og á meginlandinu og aðstæður í Kisakallio þetta árið.

Fréttir
- Auglýsing -