21:40
{mosimage}
(Jakob Örn Sigurðarson)
Jakob Örn Sigurðarson setti niður 17 stig í dag fyrir KR þegar Vesturbæingar fögnuðu sínum fyrsta fyrirtækjabikar eftir sögulegan sigur á Grindavík. Jason Dourisseau setti niður flautukörfu og tryggði KR sigurinn en Jakob Örn Sigurðarson átti glimrandi dag með KR og auk stiganna 17 gaf hann 9 stoðsendingar. Jakob sagði í samtali við Karfan.is í leikslok að svona leikur á undirbúningstímabilinu gæti aðeins gefið góð fyrirheit fyrir komandi Íslandsmóti.
Ef þetta er undirbúningstímabilið geta körfuknattleiksunnendur þá ekki látið sér fara að hlakka strax til Íslandsmótsins?
Jú, ég held það. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur og sérstaklega fyrir áhorfendur. Mikill hraði og mikið skorað og fullt af góðum tilþrifum í leiknum svo þetta gefur bara góð fyrirheit fyrir veturinn.
Annar titillinn hjá ykkur í röð og greinilega góður gangur á KR liðinu!
Já já, við erum að byrja vel og þetta er í fyrsta sinn sem KR vinnur fyrirtækjabikar KKÍ og með þessari góðu byrjun verðum við bara að halda áfram á sömu braut.
Það hefur farið hátt undanfarið að KR sé mikið varnarlið en miðað við lokatölurnar, 98-95, voru hér tvö sterk sóknarlið að mætast? Við getum alveg skorað og vitum það alveg en aðallinn í okkar í vetur verður vörnin og okkur fannst Grindavík skora of mikið og þeir fengu allt of mikið af fríum þriggja stiga skotum. Þannig að við erum ekki ánægðir með vörnina en sóknin reddaði okkur í þetta skipti en hún á ekki alltaf eftir að gera það.
Ætti fólk núna bara að drífa sig í því að kaupa ársmiða á sína heimavelli?
Ég held það, mikið af sterkum leikmönnum sem eru í deildinni núna og von á skemmtilegum vetri.



