spot_img
HomeFréttirJafnar Stjarnan eða fer Grindavík í 2-0?

Jafnar Stjarnan eða fer Grindavík í 2-0?

Í kvöld verður svakalegur leikur þegar önnur úrslitaviðureign Stjörnunnar og Grindavíkur fer fram í Ásgarði kl. 19:15. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Grindavík eftir öruggan sigur í fyrsta leik liðanna á miðvikudagskvöld.
 
Leikur kvöldsins verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport, bein tölfræðilýsing á KKÍ.is og Karfan.is mun svo að sjálfsögðu greina ítarlega frá viðureign kvöldsins í bæði máli og myndum.
 
Grindavík vann fyrsta leikinn 108-84 með mögnuðum fjórða leikhluta en fyrstu þrír voru jafnir og spennandi. Aaron Broussard og Jóhann Árni Ólafsson fóru á kostum í fyrsta leiknum og gulir léku án Ryans Pettinella sem var veikur heima en það skýrist með deginum hvort kappinn verði klár í slaginn í kvöld.
 
Grillin fara í gang í Ásgarði kl. 17:45 þar sem safaríkir Stjörnuborgarar verða til sölu og ráðlegt að mæta tímanlega og finna sér góð bílastæði en loftmynd af bílastæðum í kringum Ásgarð má nálgast hér á Facebook-síðu Stjörnunnar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -