spot_img
HomeFréttirJafna Haukar og Grindavík?

Jafna Haukar og Grindavík?

Undanúrslitin í Domino´s-deild kvenna halda áfram í dag en þá leika Grindavík og Haukar heima. Grindavík tekur á móti Snæfell þar sem Hólmarar leiða 1-0 og Haukar taka á móti Keflavík sem hefur 1-0 forystu. Leikirnir í Röstinni og Schenkerhöllinni hefjast báðir kl. 16:30 í dag.

 

Í Garðabæ eigast við Stjarnan og Njarðvík einnig kl. 16:30 en þar leiðir Njarðvík 1-0 og getur með sigri unnið sér inn sæti í Domino´s-deild kvenna á næstu leiktíð. 

Allir leikir dagsins

Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson

Fréttir
- Auglýsing -