spot_img
HomeFréttirJafna Haukar eða fer Keflavík í undanúrslit?

Jafna Haukar eða fer Keflavík í undanúrslit?

Haukar halda í dag til Keflavíkur þar sem liðin mætast í fjórða leik sínum í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Staðan er 1-2 í einvíginu fyrir Keflavík eftir að Haukum tókst að minnka muninn síðastliðið föstudagskvöld. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 í TM-Höllinni og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
 
 
Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukar tóku þann þriðja og þessa þrjá leiki hefur ekki borið mikið í milli því samanlagður stigamunur á þessum 120 mínútum er aðeins 11 stig. Fjórða viðureignin ætti því að vera ansi gott „bet“ fyrir körfuknattleiksunnendur.
  
Mynd/ Davíð Eldur – Gunnar Einarsson átti sterkar rispur í þriðja leiknum.
 
Fréttir
- Auglýsing -