spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJacob segir Peja hafa svikið samning við sig og því hafi hann...

Jacob segir Peja hafa svikið samning við sig og því hafi hann valið að fara til Tindastóls “Félagið er að reyna að berjast gegn því að ég fari”

Í gær tilkynntu Íslandsmeistarar Tindastóls að þeir hefðu samið við fyrrum leikmann Vals og þáverandi leikmann KB Peja í Kósovó fyrir yfirstandandi tímabil í Subway deild karla. Eitthvað virðist sú tilkynning hafa farið vitlaust ofaní Kósovómenn, sem sjálfir tilkynntu það í dag að þeirra félag KB Peja hefði ekki verið haft með í ráðum varðandi þessi vistaskipti leikmannsins og að þeir ætluðu sér að fara með þennan nýja samning hans fyrir dómstóla.

Jacob sat svo sjálfur fyrir svörum hjá vefmiðlinum Koha.net í dag og segir hann þar að hann hafi yfirgefið félagið þar sem að ekki hafi verið staðið við samninga gagnvart honum. Enn frekar segir hann:

“Opinber tilkynning klúbbsins er ekki rétt. Ég vil ekki segja mikið fyrr en málið hefur verið afgreitt lagalega. En já, ég er ekki lengur hluti af Peja. Ég vil bara enda þetta á léttum nótum, þar sem aðdáendur Peja og borgarinnar hafa tekið vel á móti mér og verið ótrúlegir við mig, en félagið er að reyna að berjast gegn því að ég fari. Liðið sem ég fór til Íslands er stýrt af fyrrverandi liðsfélaga mínum, svo það var auðvelt að ná samkomulagi við hann þegar Peja stóð ekki við samninginn sem félagið var með við mig. Ég er ekkert of hræddur um þetta, enda hef ég gert allt skipulega og hagað mér eins og sannur fagmaður. Svo ég bíð bara þessu máli ljúki,“ sagði Calloway við vefmiðilinn.

Fréttir
- Auglýsing -