spot_img
HomeFréttirJacob Calloway biður stuðningsmenn afsökunar

Jacob Calloway biður stuðningsmenn afsökunar

Nýr leikmaður Tindastóls Jacob Calloway er ekki enn kominn með félagaskipti til Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að um vistaskiptin hafi verið tilkynnt fyrir nokkru.

Jacob er að koma frá KB Peja í Kósovó, en leikmanni og félagi greinir á um hvernig staðið hafi verið að málum er hann var leikmaður þeirra. Sagði Jacob félagið ekki hafa staðið við samninga á meðan að Peja segja Jacob hafa yfirgefið þá að ósekju.

Nú síðast nýtti Jacob sér samfélagsmiðilinn Instagram til að koma á framfæri afsökun til stuðningsmanna Peja. Yfirlýsingu leikmannsins er hægt að lesa hér fyrir neðan, en í henni segist hann meðal annars hafa tekið ákvaðanir byggðar á slæmri ráðgjöf og að hann hefði óskað sér að þetta hefði farið á annan veg.

Fréttir
- Auglýsing -