spot_img
HomeFréttirIvey byrjar vel með KTP

Ivey byrjar vel með KTP

 
Jeb Ivey er kominn á nýjan leik til Finnlands en á síðustu leiktíð steig hann inn í lið Snæfells þegar Sean Burton meiddist. Ivey varð þá Íslandsmeistari með Snæfell eftir sigur í oddaleik gegn Keflavík. Í sumar samdi hann við KTP-Basket í Finnlandi.
Eftir fyrstu tvær umferðirnar í finnsku úrvalsdeildinni er KTP á toppnum, búið að vinna báða leiki sína. Fyrri leikurinn var gegn Lappeenrannan þar sem Ivey gerði 25 stig og tók 3 fráköst. Í öðrum leiknum gegn UU Korihat var Ivey aftur stigahæstur og nú með 21 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -