spot_img
HomeFréttirIverson með 37 stig í sigri Nuggets

Iverson með 37 stig í sigri Nuggets

10:45 

{mosimage}

 

(Iverson fór á kostum í nótt) 

 

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt þar sem Denver Nuggets höfðu góðan 122-100 sigur á gestum sínum frá Cleveland. Allen Iverson fór á kostum í liði Nuggets með 37 stig og 8 stoðsendingar en JR Smith kom honum næstur í liði Nuggets með 29 stig. Hjá Cleveland var LeBron James með 27 stig og 4 stoðsendingar en það vakti nokkra athygli að hann tók einvörðungu eitt frákast í leiknum en jafnan er framlag hans í þeim tölfræðiþætti nokkuð ríkulegra.

 

Önnur úrslit í nótt urðu þau að Utah Jazz burstaði Sacramento Kings 117-93 þar sem Carlos Boozer fór á kostum í liði Jazz með 32 stig og 10 fráköst. Hjá Kings var John Salmons stigahæstur með 22 stig og 4 stoðsendingar.

 

New Orleans Hornets höfðu svo nauman 82-84 útisigur gegn New Jersey Nets þar sem Chris Paul var hetja leiksins er hann skoraði úr sniðskoti þegar 2,6 sekúndur voru til leiksloka. Chris Paul átti fantagóðan leik í gær og var nærri þrennunni með 27 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Í liði Nets var Richard Jefferson með 32 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.

 

 [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -