spot_img
HomeFréttirÍvar: Verkefnið var mjög erfitt

Ívar: Verkefnið var mjög erfitt

 

Kvennalandslið Íslands tapaði fyrir Slóvakíu ytra fyrr í dag með 40 stigum gegn 86. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekki jafn og á brattann að sækja fyrir lið Íslands bróðurpart leiks. Draumar liðsins um að taka þátt á lokamótinu eru því næstum úr sögunni. Við heyrðum í þjálfara liðsins, Ívari Ásgrímssyni, að leik loknum og spurðum hann aðeins út í þennan leik og þann næsta sem er gegn Portúgal komandi miðvikudag, heima, í Laugardalshöllinni.

 

Hérna er meira um leikinn

 

 

Hvað er að gerast hjá ykkur í þessum leik, afhverju tapið þið honum?

"Vorum að spila á móti gríðarlega góðu liði. Lið sem er vel skipulagt. Þær eru með marga leikmenn sem eru stórir og fljótir. Fengum ekki neitt inni teig þar sem þær vörðu allt sem kom þar inn. Í þau fái skipti sem við fengum "backdoor" sendingar lentum við í fanginu á turnunum þeirra. Er við fengum frí skot þá brenndum við af. Það er bara mikill gæðamunur á þessum liðum. Þær voru með mun betra lið i þessum leik en er þær komu til okkar og okkur vantar skorara í liðið sem háði okku sóknarlega."

 

Tveir nýjir leikmenn og nokkrir aðrir í stærra hlutverki í þessum leik, hvernig fannst þér það koma út?

"Við vorum mjög ánægðir með nýju stelpurnar. Þær komu ákveðnar inná og sýndu áræðni. Í heildina fannst mér liðið vera að leggja sig fram. Verkefnið var mjög erfitt."

 

Hvað þurfið þið að gera, eða hverju þurfið þið að breyta, til þess að ná í sigur á miðvikudaginn gegn Portúgal?

"Við þurfum að fækka töpuðum boltum, vera agaðri sóknarlega og við þjálfarar þurfum sð finna leiðir til að hjálpa liðinu að fá fleiri frí færi sóknarlega. Við þurfum að vinna á jákvæðu hlutunum og takmarkið er að ná í sigur á miðvikudaginn."

 

Að lokum spurðum við Ívar út í hvort að einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar með breytingar á hóp liðsins fyrir lokaleikinn, en hann sagði þá rétt hafa verið að klára þetta verkefni, það ætti eftir að greina leikinn og að engar ákvarðanir væru komnar með hverjar væru inni í hóp og hverjar ekki í lokaleik liðsins komandi miðvikudag.

Fréttir
- Auglýsing -